Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ofurkvígan Olga.
Ofurkvígan Olga.
Fréttir 24. apríl 2019

Olga setti Evrópumet

Höfundur: vh
Nýtt met var sett við sölu á Holstein kvígu í febrúar er kvígan Olga, sem heitir reyndar Gah Olga Des Grilles, var seld á 130.000 evrur, sem gera hvorki meira né minna en 17 milljónir króna. Þessi ótrúlega upphæð er nýtt met í Evrópu. 
 
Á naut.is segir Snorri Sigurðsson að kvígan, sem fæddist 30. júlí 2018 á kúabúi í Normandí, hafi verið  boðin upp á kynbótamarkaðinum Paris Dairy Sale í Frakklandi. Strax í sumarbyrjun verður hægt að byrja að skola úr henni egg og tæknifrjóvga, en það er afar vinsæl aðferð sem nú orðið er mikið notuð, þ.e. glasafrjóvgun.
 
Skýringin á þessu ævintýralega verði á kvígunni Olgu er að greining á erfðaefni hennar gaf einstaklega há svör, sem bendir til þess að um yfirburða kynbótagrip sé að ræða. 
 
Þannig fékk hún 235 í einkunn samkvæmt franska ISU staðlinum, 172 í einkunn samkvæmt þýska RZG staðlinum og 4916 gPFT stig. Framangreindar einkunnir eru flestum framandi á Íslandi en þetta munu víst allt vera einstaklega háar einkunnir. 
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.