Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Fréttir 20. maí 2020

Ófrosið kjöt flutt inn í fjórum sendingum frá áramótum

Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu. Frá þeim tíma hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Tekin voru sýni úr þessum sendingum til að kanna hvort kjötið væri salmonellusýkt, en reyndust þau öll neikvæð. Öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum.
 
Með breytingunum á innflutnings­reglum er leyfis­veitingakerfi Matvæla­stofnunar um innflutning á þessum vörum lagt niður. Ábyrgðin á innflutningnum færist yfir á innflutningsfyrirtækin sjálf, en opinber vöktun er þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum – og með kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti.
 
Í umfjöllun á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna innflutningsins frá áramótum. Þar kemur fram að samantektin sé unnin í tengslum við átaksverk­efni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins. 
 
Sýni tekin úr sérhverri sendingu
 
„Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúnakjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar–2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti.
 
Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum. 
 
Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynningu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbeiningar og gátlista,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins um samantektina.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...