Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Óábyrgt að leyfa innflutning á hráu kjöti og hræsni að vísa til neytendahagsmuna
Fréttir 11. febrúar 2016

Óábyrgt að leyfa innflutning á hráu kjöti og hræsni að vísa til neytendahagsmuna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sérfræðingur í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería segir ábyrgðarlaust ef stjórnvöld ætla að fara þegjandi eftir úrskurði EFTA-dómstólsins og leyfa innflutning á hráu kjöti til landsins. Hann segir hræsni talsmanna innflutnings að vísa til neytendahagsmuna.

Vilhjálmur Ari Arason, læknir og sérfræðingur í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, spyr í samtali við Bændablaðið hvort eigi að ráða meiru, lýðheilsa á Íslandi eða tilskipun frá EFTA, sem gengur út frá aðstæðum landa í Mið-Evrópu og án tillits til stöðunnar hér á landi.

Þriðjungur kjötsins gæti verið smitaður

„Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjötið gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum sem varla finnast enn þá hér á landi.“

Hræsni að vísa til hags neytenda

Að mati Vilhjálms felst mikil hræsni í því þegar menn tala á móti þeim aðferðum sem við höfum til að halda hættu á sýkingum vegna sýklalyfjaónæmra baktería niðri og vísa í máli sínu til hags neytenda.
„Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisfólks sem glöggt þekkir til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En við borðum yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur.“

Útbreiðsla fjölónæmra baktería áhyggjuefni

„Allt í kringum okkur eru bakteríur sem eru hluti af okkar veruleika og stundum hluti af okkar eigin líkamsflóru. Dreifing þeirra er nokkuð jöfn í öllum löndum en um það snýst ekki málið. Það sem læknavísindin hafa áhyggjur af er að þessar bakteríur geta verið orðnar ónæmar fyrir sýklalyfjum og þannig hættulegri ef þær valda sýkingum. Nú þegar eru komnir fram fjölónæmir stofnar baktería sem eru í sumum tilfellum ónæmar fyrir öllum lyfjum. Aukin útbreiðsla þeirra er sérstaklegt og verulegt áhyggjuefni.“

– sjá nánar bls. 2, 4 og 8 í Bændablaðinu.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...