Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Mynd / MHH
Fréttir 11. september 2018

Ný og glæsileg gestastofa fyrir ferðamenn á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var opnuð ný og glæsileg gestastofa á Hakinu í þjóð­garðinum á Þingvöllum í þeim tilgangi að útbúa betri aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna fyrir ofan Almannagjá. 
 
Í nýju stofunni eru fjölnota fyrir­lestrarsalur, glæsileg gagnvirk sýning um sögu og náttúru Þing­valla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrif­stofurými.
 
„Við erum afskaplega stolt og ánægð með nýju gestastofuna því með henni opnast enn meiri möguleikar í miðlun á sögu og náttúru Þingvalla og upplýsingagjöf til gesta þjóðgarðsins sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með um eina og hálfa milljón ferðamanna á ári,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. 
 
Með gagnvirkni stofunnar er m.a. hægt að læra um ferðalög fornmanna til Þingvalla með gagnvirkum hætti, bregða sér í hlutverk lögsögumanns í lögréttu í sýndarveruleika, fræðast um lífríki Þingvallavatns og jarðsögu svæðisins. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...