Mynd/Skjáskot Vefviðmótið á vefsja.is.
Fréttir 27. apríl 2020

Ný lögbýlaskrá á vefsja.is

smh

Á vef Alta (alta.is) er að finna vefsjá, eða gagnvirkt Íslandskort, sem veitir yfirsýn fyrir allt landið; skipulagsáætlanir, stjórnsýslumörk, landamerki, ýmsa innviði, upplýsingar um náttúruvernd og náttúrufar, ferðamál, sögulegt efni – og ein nýjast viðbótin þar er yfirlit yfir lögbýli á Íslandi, skráða eigendur og ábúendur.

Í vefsjánni fæst aukinheldur yfirlit yfir þróun íbúafjölda í sveitarfélögum og þéttbýlisstöðum, auk þess sem þar eru gagnasöfn sem stofnanir ríkisins miðla á sínu sérsviði án endurgjalds.

Hún getur því flýtt fyrir öflun upplýsinga um sveitarstjórna-, skipulags- og umhverfismál, þróun byggðar,  skipulagsgerð og ýmsa aðra áætlanagerð.

Alta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Starfsfólk Alta hefur mikla og þverfaglega þekkingu á þessum sviðum.