Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Nýtt hesthús rís í hesthúsahverfinu Fossagerði við Egilsstaði.
Mynd / Austurfréttir
Fréttir 29. nóvember 2019

Ný hesthús í byggingu fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það er nokkuð líflegt í hesthúsa­hverfinu í Fossagerði við Egils­staði, þar er nú verið að reisa hesthús, en ekki hefur verið byggt hestahús á svæðinu síðan árið 2012. Í Fossagerði eru fyrir þrjú stór félagshús sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svo­nefndum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Austurfrétt.
 
Hallgrímur Anton Frímannsson byggir nýja hesthúsið í Fossgerði, en það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Stefnir hann á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, þó svo að líkur séu á að húsið verði ekki fullbúið. Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.
 
Fram kemur hjá Austurfrétt að hesthús rísi víðar en í Fossagerði, ábúendur á Stormi á Völlum, Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum hafa þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur, reist 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Þá eru tvö ný hesthús á Reyðarfirði, annað enn í byggingu. 

Skylt efni: hesthús

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...