Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Mynd / Kristófer Knutsen
Fréttir 23. júlí 2020

Ný brú yfir Eyjafjarðará heitir Vesturbrú

Höfundur: MÞÞ
Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðar­ár, Vesturbrú, var tekin í notkun með hátíðlegri athöfn fyrir skemmstu. Brúin hlaut nafnið Vesturbrú en hátt í 60 tillögur bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Þeir voru nokkrir sem lögðu þetta nafn sem varð fyrir valinu til.
 
Ráðherra klippti á borða
 
Dagskráin hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis og með í þeirri för var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra en hann klippti á borðann í athöfninni.  Karlakór Eyjafjarðar söng og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp.
 
Framkvæmdir gengu vel
 
Brúin er ríflega 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi. Heildarlengd nýrra malarstíga hvort sínum megin við brúarstæði eru um 600 metrar. Framkvæmdir hófust síðla árs 2019 og gengu vel. Í þeim fólst einkum stígagerð að brúarstæði og sjálf brúarsmíðin. Niðurrekstur staura undir brúarstöpla hófst í mars síðastliðnum og lauk steypuvinnu og frágangi nú í júní. Samhliða smíðinni hófust framkvæmdir við Hólasandslínu 3 með því að leggja ídráttarrör fyrir jarðstreng meðfram brúnni. 
 
Mikil samgöngubót
 
Nýja brúin er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk og nýtist jafnt gangandi, ríðandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa sunnar vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.  Verkefnið var unnið í samstarfi Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets. 
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...