Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Ánægðir grænmetisbændur hjá Lier Grønt í Noregi með kínakálsuppskeru á akri sem er nánast illgresislaus.
Fréttir 27. ágúst 2018

Norsk vél losar bændur við að nota eiturefni í landbúnaði

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrr á árinu greindi Bændablaðið frá gufuvélinni Soilprep frá norska fyrirtækinu Soil Steam International sem kom á markað í sumar og hefur þróunarvinna á tækinu tekið 20 ár. 
 
Vélin veldur byltingu við ræktun á grænmeti og berjum utandyra með því að læsa gufu á 30 sentímetra dýpi í jarðveginum, nær hún að eyða illgresi, sveppum og þráðormum með góðum árangri. Þetta getur þýtt allt að 40 prósenta meiri uppskeru á þeim svæðum sem gufuvélin er notuð. 
 
Uppskeran á kínakáli var um 15% meiri í ár hjá grænmetisbóndanum Martin Sørum í Lier eftir að landsvæðið fékk gufumeðferð gegn illgresi og þráðormum áður en plantað var.
 
Þrátt fyrir mikla þurrka og erfið skilyrði fyrir marga bændur í Noregi í sumar hefur komist á reynsla við notkun vélarinnar sem virðist gefa góða raun. 
 
„Í lok maí og byrjun júní fóru fram tilraunir á mínum sveitabæ í Lier. Með Soilprep var um sjö metra breitt belti gufað á landi sem er um 300 metra langt. Eftir þetta ferli ræktuðum við kínakál á svæðinu. Það sem við sjáum núna er að svæðið sem hefur fengið gufumeðferð er nánast laust við illgresi á uppskerutímabilinu. Það sem við sjáum er örlítið illgresi í öðrum enda svæðisins en það er skiljanlegt og bjuggumst við alveg eins við því þar sem erfitt var fyrir vélina á ná inn á það. Við sjáum núna að uppskeran er um 15% meiri en verið hefur og þökkum við það gufuaðferðinni,“ segir Martin Sørum, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Lier Grønt.
 
Uppskera á kínakáli í Noregi á akri sem fékk gufumeðferð til að halda illgresi og þráðormi í skefjum, hér má vel sjá skilin sem verða á milli þess svæðis sem fékk meðferð með gufuvél og svæðis sem ekki fékk meðferð. 

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...