Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi
Mynd / ehg
Fréttir 3. apríl 2020

Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Staðan í norrænum landbúnaði er misjöfn en áhrifa COVID-19- faraldursins gætir alls staðar. Flestar norrænu þjóðirnar hafa áhyggjur af því að útvega fólk til starfa nú þegar erlent vinnuafl er ekki á faraldsfæti. Garðyrkju- og ávaxtabændur eru sérlega uggandi vegna stöðunnar því þeir reiða sig á erlent verkafólk til að vinna á búum sínum, sérstaklega á sáningar- og uppskerutímanum. Í Finnlandi og Svíþjóð hafa menn áhyggjur af skógariðnaðnum sem hefur orðið fyrir þungu höggi vegna veirunnar og nú þegar hefur nokkrum smærri sögunarmyllum verið lokað í löndunum vegna minn eftirspurnar.

Myndarlegar mótvægisaðgerðir í Noregi

Í Noregi hafa norsku bændasamtökin, Norges bondelag, komist að samkomulagi við stjórnvöld um útgáfu á svokölluðum „fríkortum“ fyrir þá sem vilja starfa í landbúnaði. Með þeim fá þeir sem eru atvinnulausir að halda eftir 50% af dagpeningum sem atvinnulausum býðst til viðbótar við laun í landbúnaðarstörfum. Þar að auki hafa stjórnvöld kynnt mótvægisaðgerðir eða krísupakka upp á 50 milljarða norskra króna sem snýr að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fréttir um þetta úrræði voru mikill léttir fyrir bændur í landinu og sérstaklega ferðaþjónustubændur sem eru illa staddir vegna tekjuhruns.

Þjóðhagslegt mikilvægi landbúnaðar

Danskur landbúnaður reiðir sig meðal annars á starfsfólk frá Norður-Þýskalandi, Suður-Svíþjóð og Póllandi. Fólk frá þessum löndum hefur fengið undanþágur til að ferðast til Danmerkur til að starfa í landbúnaði. Er það m.a. vegna þess að í Danmörku er landbúnaður skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein. Margt af því starfsfólki frá Norður-Þýskalandi og Suður-Svíþjóð sem starfar í landbúnaði í Danmörku ferðast á milli daglega til og frá vinnu.

Minnkandi eftirspurn eftir timbri

Í Svíþjóð og Finnlandi hafa bændur og stjórnvöld töluverðar áhyggjur af skógariðnaðinum sem hefur hrunið vegna kórónu-faraldursins. Minnkandi eftirspurn eftir afurðum skógarbænda hefur valdið því að nokkrum smærri sögunarmyllum hefur verið lokað í löndunum. Í Finnlandi hefur ríkið gengið fram og boðið lán til bænda sem eiga í rekstrarerfiðleikum upp að hámarki 62.500 evrur sem eru tæpar 10 milljónir íslenskra króna.

Hækkandi fóðurverð hræðir kjúklinga- og eggjabændur

Sænsku bændasamtökin, LRF, eru í viðræðum við ríkið um að fá sambærilegar reglur og Norðmenn varðandi það að atvinnulausir geti haldið helmingi dagpeninga sinna ef þeir taka að sér landbúnaðarstörf. Það er þó ekki enn gengið í gegn. Sammerkt er með frændum okkar á Norðurlöndunum að þeir hafa áhyggjur af hækkandi fóðurverði. Kjúklinga- og eggjabændur eru sérstaklega uggandi yfir stöðunni þar sem þeir eru fljótir að finna fyrir hækkandi heimsmarkaðsverði á kjarnfóðri. Staða á verslun og útflutningi virðist vera á nokkuð góðu róli og birgðir eru nægar í löndunum.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...