Mynd/TB Ólafur Davíð Guðmundsson og Þórður Aðalsteinsson frá Hlöðu ehf. afhentu Guðmundi Frey Kristbergssyni á Háafelli eina af fyrstu hleðslustöðvunum í "Hleðslu í hlaði" í apríl sl.
Fréttir 14. nóvember 2018

Níu hleðslustöðvar komnar upp

Tjörvi Bjarnason
Níu sveitabæir víðs vegar um landið hafa tekið rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í notkun. Bændurnir á bæjunum bjóða gestum upp á rafhleðslu undir merkjum „Hleðslu í hlaði“ sem er samvinnuverkefni bænda, Hey Iceland, Orkuseturs og  Bændasamtaka Íslands. Bæirnir  eru eftirfarandi:
 

Fleiri bæir eru í startholunum að setja upp hleðslustöðvar. Þá verður ný stöð opnuð á næstu vikum við Bændahöllina í Reykjavík þar sem gestum á Hótel Sögu og öðrum sem eiga erindi í húsið býðst að hlaða sinn rafbíl. 
 
Fjallað var um rafbílavæðingu á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kveiki í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Þáttinn er hægt að nálgast hér en á mínútu 14:28 var stuttlega sagt frá Hleðslu í hlaði.