Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar.

Skýtur skökku við

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...