Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Monsanto býður í Syngenta
Fréttir 15. júní 2015

Monsanto býður í Syngenta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneska efnafyrirtækið Syngenta hefur hafnað yfirtöku­tilboði bandaríska landbúnaðar­risans Monsanto í annað sinn. Talsmenn Syngenta segja tilboðið ófullnægjandi. Það gæti orðið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Talið er víst að Monsanto muni bjóða í Syngenta í þriðja sinn á næstu vikum. Með samruna Monsanto og Syngenta yrði til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Líftæknifyrirtækið Monsanto er í dag stærsti seljandi fræja til bænda í veröldinni en Syngenta stærsti framleiðandi illgresis- og skordýraeiturs í heiminum og stórt fyrirtæki í sölu á fræi til matvælaframleiðslu.

Ef úr samrunanum verður mun Monsanto ráða yfir um 35% fræmarkaði heimsins og áætlaðar tekjur fyrirtækisins 30 milljarðar bandaríkjadalir á ári sem jafngildir um 4 þúsund milljörðum króna á ári. Stærð fyrirtækisins gæfi því yfirgnæfandi stöðu á markaði yfir samkeppnisaðilum eins og BASF SE, Bayer AG and Dow Chemical Co.

Monsanto hefur svarað gagnrýni um að fyrirtækið verði nánast með einokunarstöðu á matvælamarkaði eftir samrunann með því að segja að það muni brjóta upp fræsöluhluta Syngenta í minni fyrirtæki gerist þess nauðsyn.

Skylt efni: Landbúnaður | Mossanto | fræ

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...