Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjótt á munum á listanum yfir afurðahæstu kúabúin
Fréttir 28. nóvember 2019

Mjótt á munum á listanum yfir afurðahæstu kúabúin

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hurðarbaksbúið ehf. í Flóahreppi á Suðurlandi var á toppnum í lok október yfir afurðahæstu kúabúin það sem af er ári. Ekki munar þó miklu á því og búinu á Hóli í Svarfaðardal við Eyjafjörð og búinu á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð í Rangárþingi eystra.

Í Hurðarbaksbúinu eru 55,1 árskýr og voru afurðirnar að meðaltali 8.434 kg á kú í lok október.

Aðeins 54 kg í næsta bú

Kúabúið á Hóli í Svarfaðardal, sem er með 49,8 árskýr var þá aðeins með 54 kg minna eða 8.380 kg að meðaltali á hverja árskú. Í þriðja sæti var svo búið að Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð sem er með 57,9 árskýr sem gáfu að meðaltali 8.353 kg á árskú. Munar aðeins 27 kg á öðru og þriðja sæti og 81 kg á fyrsta og þriðja sæti.

Mjótt á munum og mikil spenna

Það er ljóst að þótt meðaltalshreyfingarnar séu að jafnaði ekki miklar á milli mánaða, þá getur ýmislegt gerst þegar svo mjótt er á munum. Fyrir mánuði síðan var búið á Hóli t.d. í efsta sæti. 

Ekki er heldur langt í næstu bú, því að í fjórða sæti er Hvammur á Barðaströnd með 38,7 árskýr og 8.290 kg á kú. Þá kemur búið á Stóru-Tjörnum við Ljósavatn í Þingeyjarsveit í fimmta sæti með 55,3 árskýr og 8.235 kg á kú.

Í sjötta sæti er svo búið á Syðri-Grund skammt frá kirkjustaðnum Laufási við austanverðan Eyjafjörð með 46 árskýr og 8.184 kg á kú. Í sjöunda sæti er Hvanneyrarbúið í Borgarfirði með 73,6 árskýr og 8.182 kg að meðaltali á árskú. Í áttunda sæti kemur svo búið að Skáldabúðum 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á Suðurlandi með 97,5 árskýr og 8.164 kg á árskú. Í níunda sæti er svo búið að Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi með 27,3 árskýr og 8.142 kg á kú. Þá kemur margfaldur sigurvegari í þessum flokki sem vermdi tíunda sætið um síðustu mánaðamót. Það eru Brúsastaðir í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu með 48,2 árskýr og 8.117 kg eftir hverja kú að meðaltali.

Aðeins 317 kg skilja að 1. og 10. sætið

Eins og sjá má er ekki gríðarmikill munur á fyrsta og tíunda sæti eða ekki nema 317 kg. Það er því greinilegt að mikill jöfnuður ríkir milli íslenskra kúabænda, allavega hvað árangur í framleiðslu varðar. Það verður því gaman að fylgjast með hver lokastaðan verður, en endanlegar tölur munu væntanlega liggja fyrir um miðjan janúar 2020.

Skylt efni: kúabú | afurðir kúabúa

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.