Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Fréttir 16. ágúst 2017

Mismiklar skemmdir á görðum í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Markús Ársælsson kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ segir að nánast allir kartöflugarðar í Þykkvabæ hafa orðið fyrir skemmdum, en mismiklum, í næturfrosti um síðustu helgi.

„Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar.

Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“

Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna er að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón.

Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himininn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...