Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Minni aukning á umferð en undanfarin ár
Fréttir 30. janúar 2020

Minni aukning á umferð en undanfarin ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samdráttur varð á umferð um Hringveg í síðasta desembermánuði, umferð dróst saman um 1% miðað við umferð í sama mánuði árið á undan. Í heild jókst umferðin á Hringvegi árið 2019 um 2,4 prósent sem er mun minni aukning en undanfarin ár þegar umferðin hefur aukist árlega um 5 og upp í 14%.

Vegagerðin er með 16 lykilteljara á Hringvegi. Fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar að umferð hafi mest dregist saman á Norðurlandi, eða um 8,2%. Umferðin jókst aðeins á tveimur landsvæðum eða yfir teljara á og í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar jókst umferðin um 1,4% og um Vesturland um 0,2%. Segir á vefnum að trúlega stafi samdráttur í umferð í desember að stórum hluta vegna veðurs í þeim mánuði.

Samdráttur í þremur mánuðum

Samdráttur mældist í þremur mánuð­um síðastliðins árs miðað við árið á undan, eða í mars, september og desember. Mest jókst umferðin í febrúar, eða um 15,8%, en mestur samdráttur varð í mars, eða 4,1%. Þegar árið er gert upp í heild hefur umferðin um lykilsniðin 16 aukist um 2,4%. Samdráttur varð á tveimur landsvæðum, um Austurland 2,3% og Suðurland 1,5%.  Mest jókst umferðin um Vesturland eða um 5,2%.    

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...