Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Minna grillað í vætutíðinni
Mynd / BGK
Fréttir 2. ágúst 2018

Minna grillað í vætutíðinni

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Votviðrið í sumar hefur reynst grilláhugafólki hin mesta þraut. Í samtali við söluaðila á grillkjöti kemur fram að veðrið hafi víða sett strik í reikninginn og salan sé misjöfn eftir landshlutum. Jafnvel hafi menn kastað inn grillsvuntunni og gert sér að góðu að sjóða bjúgu. 
 
Guðmundur Ágústsson, sölustjóri Norðlenska, segir sölu á grillkjöti vissulega vera minni en oft áður, en hamborgarasala sé aftur á móti með mesta móti, hvort sem það sé til vitnisburðar um veðrið eða ekki. Greinilegustu merki samdráttar eru vegna þess að fólk einfaldlega fer frekar af landinu þegar veðrið er ekki ákjósanlegt. Hann sé þó bjartsýnn á að tækifæri muni skapast fyrir grillveislur um allt land þegar líður á sumarið. 
 
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, tekur í sama streng, salan sé mismikil eftir landsvæðum. Breytingin sé þó ekki mikil á milli ára. Hann sjái þó aukningu í vöruflokkum sem seljist frekar yfir vetrarmánuðina, eins og bjúgum.
 
Einar Long hjá Grillbúðinni segir að sumarið hafi farið vel af stað. Hins vegar sé heldur rólegra í júlí en fyrir ári síðan af augljósum ástæðum. 

Skylt efni: grillmatur

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...