Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít
Fréttir 20. september 2018

Milljónir tonna af hlandi og búfjárskít

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir tveimur árum gekk álíka stór fellibylur yfir Norður-Karólínu og gekk yfir ríkið fyrir stuttu. Fyrir utan mannfall urðu þúsundir búfjár fellibylnum að bráð. Auk þess sem fellibylurinn þá og núna dreifði milljónum tonna af búfjárskít og hlandi yfir stór svæði.

Víða í Bandaríkjunum eru stór opin lón við verksmiðjubú sem eru full af skít og þvagi úr búfé og eru lónin eins konar opin haughús eða opnar hauggryfjur. Mörg þessara lóna eru á stærð við stöðuvötn og nú er svo komið að fjöldi þeirra eru orðin barmafull og hætt við að úr þeim flæði og afrennslið mengi grunnvatn á stórum svæðum.

Áætlað magn lífræns úrgangs sem rennur í slíkt lón frá framleiðendum svína- og alifuglakjöts í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum er talið í lítrum á við vatnið í 15.000 ólympískum sundlaugum sem hver um sig tekur 2,5 milljón lítra af vatni.

Talið er að fellibylurinn sem á dögunum gekk yfir Norður-Karólínu hafi feykt miklu af innihaldi lónanna langar leiðir með þeim afleiðingum að skíturinn og hlandið hafi borist langar leiðir með tilheyrandi óþrifnaði og sýkingarhættu. Ekki er nóg með að úrgangurinn geti borist langar leiðir með vindi heldur er hætta á að E. coli bakteríur geti borist í drykkjarvatn og á akra víða um ríki. Auk þess sem flóð sem iðulega fylgja stórviðrum á þessu svæði skola með sér innihaldi lónanna út í nærliggjandi ár og vötn.

Skylt efni: fellibylur | hauggryfjur

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...