Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi
Fréttir 8. október 2018

Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að 3,4 milljónir hænsna og 5.500 alisvín hafi drepist í flóðum vegna fellibylsins Flórens sem gekk yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir skömmu.

Flest dýrin munu hafa drukknað í eigin úrgangi þegar opnar rotþrær eða hauggryfjur flæddu yfir og milljónir tonna af búfjárúrgangi flæddu inn í gripahús.

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkja Norður-Ameríku hefur staðfest að fjöldi hænsna sem hafi drepist vegna saurflóða sé 3,4 milljónir og svína 5.500 en að búast megi við að sú tala eigi eftir að hækka þegar endanlega sjatnar í flóðunum.

Kjúklinga- og svínakjöts­framleiðsla  í Norður-Karólínu er ein sú mesta í Bandaríkjunum og talið að í ríkinu sé að finna 830 milljónir hænsnfugla og níu milljón alisvín.

Samkvæmt því sem yfirvöld umhverfismála í ríkinu segja skemmdust að minnsta kosti þrjátíu hauggryfjur illa í fellibylnum og í sumum tilfellum sprungu veggir þeirra þannig að innihaldið flæddi út í grunnvatnið.

Skylt efni: hauggryfjur | dýravelferð

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...