Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fréttir 6. apríl 2020

Miklar skemmdir hjá Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans sem er miðja skólans séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“

Plastveggur sem snýr að matsal skólana fauk inn og hangir niður og inn í skálann.

Viðkvæmur gróður í hættu

„Í skálanum er mikið af viðkvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annarskonar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður.

Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum.

Mánuður þar til endurnýja átti þakið

„Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skólans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“

Guðríður segir að plastið í skálanum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í framkvæmdir við þakið nú í vor. Eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst það loksins í gegn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skálans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. 

Einnig urðu talsverðar skemmdir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin á henni fauk upp og snjó skóf inn.“

Mikið af snjó skóf inn í blómaskreytingastofu skólans.

Milljóna tjón
„Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningurinn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá garðyrkjuskólanum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...