Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oft er mikið líf við Húsavíkurhöfn, einkum á sumrin, suma daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli á hafnarsvæðinu.
Oft er mikið líf við Húsavíkurhöfn, einkum á sumrin, suma daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli á hafnarsvæðinu.
Fréttir 21. maí 2019

Mikil gróska í hvala- og náttúruskoðun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það er oft mjög mikið líf hér við höfnina og þá sérstaklega á sumrin, suma daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli á hafnarsvæðinu,“ segir Þórir Örn Gunnars­son, hafnarstjóri í Húsa­víkurhöfn. Mikil umskipti hafa orðið þar á bæ undanfarin misseri, eftir nokkurt tímabil ládeyðu fór heldur betur að lifna við. 
 
Þórir Örn segir að ferða­þjón­ustu­­fyrirtæki á svæðinu hafi vaxið og dafnað undanfarin ár, nú séu til að mynda um 20 farþegabátar sem geri út á hvala- og náttúruskoðun frá höfninni og því fylgi eðliega mikil umsvif og líf. „Það hefur verið mikil gróska í þessari grein og með miklu og góðu markaðsátaki hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og öðrum þeim sem stunda ferðaþjónustu á svæðinu er orðið talsvert um vetrarferðamennsku á svæðinu. Hvalaskoðunarvertíðin er nánast farin að ná saman og það er mjög jákvætt,“ segir hann.
 
Jákvæð innspýting varð einnig í samfélagið með opnun Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og styðja þau vel við hótel- og veitingarekstur á Húsavík.  „Húsvíkingar eru almennt jákvæðir gagnvart þessari uppbyggingu, auknum umsvifum við höfnina og heimsóknum ferðamanna,“ segir Þórir Örn.
 
Heildarskipakomur í ár um 110 
 
Viðsnúningur hvað höfnina varðar hófst á árinu 2016 þegar uppbygging hófst á Bakka og Þeistareykjum, þá fóru að koma fleiri skip með vörur og búnað vegna hennar. Á sama tíma fjölgaði komum skemmtiferðaskipa til muna. Þau voru á bilinu 3 til 4 á sumri og svipaður fjöldi farmskipa, en í fyrra kom 41 skemmtiferðaskip og 64 farmskip til Húsavíkur. „Við eigum von á að heildarskipakomur til Húsavíkur verði um 110 á þessu ári. Nú eru hafnar reglubundnar skipakomur fyrir PCC á Bakka og Eimskip er einnig með reglulegar strandsiglingar til Húsavíkur allt árið með stórauknum möguleikum fyrir fyrirtæki á svæðinu. Strandsiglingum til Húsavíkur var hætt þegar rekstri Kísiliðjunnar var hætt á sínum tíma og það hafði umtalsverð áhrif á rekstur hafnarinnar og á önnur fyrirtæki á okkar svæði,“ segir Þórir Örn.
 
Hann segir að rekstur hafnarinnar hafi því gjörbreyst frá því sem áður var, en ekki megi gleyma því að auknum umsvifum fylgi einnig aukinn rekstrarkostnaður. „Kostnaður við uppbyggingu hafnarinnar er umtalsverður og því mikilvægt að bæta um betur og fjölga hafnsæknum verkefnum á svæðinu  til að auka tekjur hafnarinnar enn frekar og að nýta iðnaðarsvæðið á Bakka og þá fjárfestingu sem  ráðist var í við að byggja það iðnaðarsvæði upp.“
 
Sjávarútvegur mikilvægur
 
Þórir Örn segir að sjávarútvegur sé mikilvægur á Húsavík, erfiðleikar hafi steðjað að atvinnugreininni þar, líkt og annars staðar á landinu, og fiskibátum fækkað mikið. „Það er þó enn öflugur gangur í stærsta fyrirtækinu hér, GPG, bæði á Húsavík og Raufarhöfn og það eru hér líka nokkrir harðjaxlar sem ekki beygja sig þótt á móti blási í smábátaútgerðinni, þetta eru íslenskir sjómenn sem haga seglum eftir vindi og laga sig að breyttum aðstæður hverju sinni,“ segir hafnarstjórinn. Hann bætir við að löndun sjávarafla auki enn frekar við fjölbreytt lífið við höfnina, en það hafi sýnt sig að ferðamenn hafi mikinn áhuga á að fylgjast með þegar bátar koma að landi. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...