Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga
Fréttir 3. desember 2015

Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samantekt á hitatölum frá veðurstöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga.

Mælingarnar sýna að hitastig síðustu tólf mánaða er hærra en nokkru sinni áður og að meðalhitinn á jörðinni hafi hækkað öll árin frá 2011 til 2015. Ástæða hækkunarinnar er rakin til veðurfyrirbærisins El Nino og losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sem valda hækkun á lofthita.

0,73° á Celsíus hærra en í viðmiðunarárum

Samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni var hiti 2015 við jarðvegsyfirborð 0,73° á Celsíus hærri en meðaltal áranna 1961 til 1990 og 1° á Celsíus hærri en meðaltal á Bretlandseyjum árin 1880 til 1899.

Mælingar sýna einnig að magn koltvísýrings í andrúmslofti hefur náð nýjum hæðum og að síðastliðið vor hafi magn þess farið í fyrsta skiptið yfir 400 hluta úr milljón á norðurhveli.

Mörg met slegin

Að mati Alþjóðaveðurfræði­stofnunarinnar er líklegt að fjöldi ólíkra hitameta verði sleginn árið 2015. Þar á meðal er líklegt að hiti sjávar verði sá hæsti frá upphafi mælinga.  Samanburður á hitatölum undanfarinna áratuga þykja sanna að brennsla á jarðefnaeldsneyti og losun koltvísýrings vegna þess sé helsti orsaka valdur hlýnunarinnar. Auk þess sem hlýnun af völdum El Nino hefur verið óvenjumikil á yfirstandandi ári. Spár gera ráð fyrir að fyrirbærið El Nino muni verða enn öflugra árið 2016 og að enn eitt hitametið verði slegið á næsta ári.

Hitabylgjur verða algengar 2016

Búast má við að hitabylgjur muni valda vandræðum víða um heim á næsta ári. Til dæmis í Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og að á svæðum á Indlandi geti hitinn farið yfir 45° á Celsíus í langan tíma í einu.

Niðurstöðurnar eru birtar í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...