Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2020

Matur verði stærri hluti af heildarímynd Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauður Íslands hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Markmiðið er að stækka hlutdeild matar í heildarímynd Íslands og auka við þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Matarauðurinn styrkir líka matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Brynja er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði frá Há­skóla Íslands. Hún er einnig með BSc.-próf í hjúkr­un­ar­fræði og hef­ur starfað á heil­brigðis­sviðinu, bæði sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sem verk­efna­stjóri hjá Land­læknisembætt­inu.

Gerum okkur meiri mat úr hefðum

Í þættinum ræðir Brynja meðal annars um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...