Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lúsmý nær sér á strik á Íslandi
Fréttir 27. júní 2017

Lúsmý nær sér á strik á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Lúsmý viðist með hlýnandi veðurfari vera að fara að ná sér verulega á strik hérlendis. Fréttir hafa verið að færast í vöxt á síðustu tveim árum og hefur orðið vart við mjög slæm skordýrabit án þess að fólk hafi alltaf getað greint sökudólginn. Slík tilfelli hafa komið upp í Kjós, Mosfellsbæ, Reykjavík og Hafnarfirði.  Hefur lúsmýi verið kennt um. 
 
Lúsmý má finna víðast hvar á jörðinni og er ein tegund þeirra nýfarin að finnast á Íslandi. 
 
Lýsmý er af lúsmýsætt eða sviðmý. Fræðiheitið er Ceratopogonidae sem er af ættbálki tvívængja. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur á öðrum smádýrum, fuglum og spendýrum og flokkast því sem bitmý. Þær verða vart meira en 1,5 millimetrar að lengd. 
 
Skoðun sumra er að bit lúsmýs séu verri en bit moskítóflugunnar sem er samt miklu stærri. Því fylgja bólgur, útbrot og ofsakláði sem varað getur í marga daga. 
 
Virðist mikill gikkur hvað varðar blóðgæði
 
Blaðamaður Bændablaðsins getur tekið undir það eftir að hafa orðið illilega fyrir barðinu á meintu lúsmýi á heimili sínu á Álftanesi tvö undanfarin sumur án þess að hafa nokkru sinni séð bitvarginn. Virðist lúsmýið fara í manngreinarálit þegar það velur fórnarlömb sín en þó líklegra að það sé mikill gikkur þegar kemur að blóðflokkum eða efnainnihaldi blóðs.
 
Þær virðast helst fara á stjá á kvöldin þegar kyrrt er og leita þá gjarnan inn í hús. 
 
Þekkist best á því að það sést helst ekki!
 
Mjög erfitt getur verið að staðfesta að um lúsmý sé að ræða þar sem fáir hafa séð það með berum augum. Í svari við fyrirspurn um lúsmýið sem send var Erlingi Ólafssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, var svo sem heldur ekki mikið að græða. Hann segist ekki hafa trú á að lúsmý sé nýtt í landinu, öllu heldur að það hafi ekki uppgötv­ast fyrr en nú á síðustu árum þegar því fór að fjölga ótæpilega, hugsanlega vegna hlýnunar loftslags. 
 
„Það er útbreitt á allstóru svæði á Suðvesturlandi. Segja má að lúsmý þekkist best á því að það sést helst ekki! Það er agnarsmátt. Sést helst þegar það fer að safnast út í glugga,“ sagði Erling m.a. í svari sínu.  
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...