Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur
Fréttir 20. ágúst 2015

Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Brest stjórnvöld hafa gefið bænd­um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu­sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga.
 
Andstæðingar notkunar á eitrinu segja að það geti haft gríðarlega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rakinn til óhóflegrar notkunar á skordýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk­un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn.
 
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft­ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efnisins. 
 
Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyrirtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættulegt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé.
 
Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd­ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af krossblómaætt. 
 
Landssamtök bænda á Bret­lands­eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. 
 
Ríflega 500.000 manns á Bret­lands­eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta.

Skylt efni: býflugur | skordýraeitur

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...