Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun. 

Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hafi hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. 

Tvær leiðir voru skoðaðar
Í skýrslunni segir meðal annars að starfshópurinn hafi skoðaði tvær mögulegar leiðir eða sviðsmyndir um hvernig æskilegt væri að standa að breytingunum:

1. Skógræktarstarfið yrði sameinað í stofnun sem starfi undir nafni og kennitölu Skógræktar ríkisins. Stjórnir landshlutaverkefnanna og störf framkvæmdastjóra yrðu lögð niður og verkefnin sameinuð Skógrækt ríkisins. Ráðið yrði í starf yfirmanns landshlutaverkefnanna og ný störf sem kæmu í stað starfa framkvæmdastjóra hvers landshlutaverkefnis.

2. Skógræktarstarfið yrði sameinað í nýja stofnun. Öllum núverandi starfsmönnunum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun en störf gætu tekið breytingum.

Að áliti meirihluta starfshópsins er meiri ávinningur í leið tvö þannig að skógræktarstarf á vegum ríkisins verði sameinað í nýrri stofnun og allt starfið verði endurskoðað með virkri þátttöku starfsmanna og helstu hagaðila.

Meðal helstu verkefna stofnunarinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vaglaskógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning.
 

Skylt efni: Skógar | Skógrækt | Umhverfismál

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...