Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein
Mynd / TB
Fréttir 23. mars 2020

Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á Norðurlöndunum er landbúnaður undantekningarlaust skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein til að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi fyrir sig á óvissutímum. Hér á landi er landbúnaður ekki skilgreindur sem slíkur og hafa forsvarsmenn bænda bent á að mikilvægt sé að við fáum sömu viðurkenningu á framleiðslu í landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar.

Í Finnlandi fellur öll fæðukeðjan undir þá skilgreiningu að vera þjóðhagslega mikilvæg og einnig í Noregi. Í Danmörku hefur aldrei verið vafi á að landbúnaður sé skilgreindur á slíkan hátt og þó að ekki sé unnið með sérstakar forskriftir þess efnis þá tryggja allar reglur að framboð matvæla virki án hindrana. Ef upp koma vandamál þess efnis er breiður pólitískur vilji til að finna lausnir.

Fæðuframboð þarf að tryggja

Þrátt fyrir áskoranir hefur sænskur landbúnaður sýnt styrk sinn á erfiðum tímum undanfarið og er góð samvinna milli sænsku bændasamtakanna, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Stjórnarráðið þar í landi hefur gefið það skýrt út að landbúnaður hefur eitt af lykilhlutverkunum þegar kemur að því að láta hjól fæðukeðjunnar halda áfram að snúast.

Starfsfólk í forgangi

Í Noregi fá rekstraraðilar og starfsfólk sem falla undir að starfa í þjóðhagslega mikilvægum atvinnugreinum tilboð um leikskóla- og skólapláss fyrir börn sín á tímum sem þessum ef báðir foreldra sinna slíkum störfum. Reglurnar eiga við um börn yngri en 12 ára. Í Noregi eru 14 atvinnugreinar sem falla undir þessa skilgreiningu sem gefin er út af dómsmálaráðuneytinu þar í landi, þar á meðal landbúnaður.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...