Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein
Mynd / TB
Fréttir 23. mars 2020

Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á Norðurlöndunum er landbúnaður undantekningarlaust skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein til að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi fyrir sig á óvissutímum. Hér á landi er landbúnaður ekki skilgreindur sem slíkur og hafa forsvarsmenn bænda bent á að mikilvægt sé að við fáum sömu viðurkenningu á framleiðslu í landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar.

Í Finnlandi fellur öll fæðukeðjan undir þá skilgreiningu að vera þjóðhagslega mikilvæg og einnig í Noregi. Í Danmörku hefur aldrei verið vafi á að landbúnaður sé skilgreindur á slíkan hátt og þó að ekki sé unnið með sérstakar forskriftir þess efnis þá tryggja allar reglur að framboð matvæla virki án hindrana. Ef upp koma vandamál þess efnis er breiður pólitískur vilji til að finna lausnir.

Fæðuframboð þarf að tryggja

Þrátt fyrir áskoranir hefur sænskur landbúnaður sýnt styrk sinn á erfiðum tímum undanfarið og er góð samvinna milli sænsku bændasamtakanna, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Stjórnarráðið þar í landi hefur gefið það skýrt út að landbúnaður hefur eitt af lykilhlutverkunum þegar kemur að því að láta hjól fæðukeðjunnar halda áfram að snúast.

Starfsfólk í forgangi

Í Noregi fá rekstraraðilar og starfsfólk sem falla undir að starfa í þjóðhagslega mikilvægum atvinnugreinum tilboð um leikskóla- og skólapláss fyrir börn sín á tímum sem þessum ef báðir foreldra sinna slíkum störfum. Reglurnar eiga við um börn yngri en 12 ára. Í Noregi eru 14 atvinnugreinar sem falla undir þessa skilgreiningu sem gefin er út af dómsmálaráðuneytinu þar í landi, þar á meðal landbúnaður.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...