Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Sveitarstjórn gagnrýnir að fyrirliggjandi textadrög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. janúar 2020

Land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti þjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ítrekað ósk sína um að land innan marka Húnaþings vestra verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra.

Sveitarstjórn hefur einnig áréttað að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis-, aðal- og deiliskipulags í höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.

Ákvarðanir flytjast úr heimahéraði

Áherslur er varða stjórnskipun þjóð­garðs á miðhálendi Íslands fela í sér flutning á stefnumörkun, umsjón og rekstri frá sveitarfélögum til svæðis­ráða. Þessar hugmyndir takmarka áhrif sveitarfélaga til þess að móta sér stefnu til að mynda hvað varðar uppbyggingu inn­viða, atvinnumál, landnýtingu og landvernd. Sveitarstjórn gagn­rýnir að fyrirliggjandi texta­drög feli í sér hugmyndir um færslu á valdheimildum sveitarstjórna til svæðisráða. Þannig flyst ákvarðanataka frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til kjörinna fulltrúa annarra sveitarfélaga, embættismanna og hagsmunahópa. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í dag ríkir engin óvissa um stjórn svæða innan marka sveitarfélagsins.

Skerðing á valdheimildum

Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi tillaga nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands feli í sér veru­lega skerðingu á valdheimildum sveitar­félaga og réttindum íbúa þeirra. Í fyrirliggjandi texta­drögum þar sem fjallað er um markmið með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki lýst brýnni nauðsyn fyrir stofnun hans. Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálend­inu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands, segir í bókun sveitarstjórnar Húna­þings vestra.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...