Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis

Höfundur: smh

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.

Talið er eðlilegt að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru hér á landi til manneldis enda sé óeðlilegt að gera greinarmun á því hvaða grænmetistegund á í hlut. Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því, bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum.

„Ef horft er til heildarútgjalda til matvælaframleiðslu er hlutdeild garðyrkjunnar ekki ýkja mikil. Mikilvægi bæði ylræktar og útiræktunar er þó óumdeilt og tryggja þarf að greinin eflist enn frekar. […]

Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðast í að efla og styrkja verulega rekstrarumhverfi útiræktaðs grænmetis. Hópurinn leggur til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn.,“ segir í skýrslunni.

 

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...