Mynd/Bbl
Fréttir 02. september 2019

Lækkun tolla á blómkáli vegna skorts á markaði

Ritstjórn

Í dag tók gildi reglugerð um lækkun tolla á blómkáli næstu þrjá mánuði. Kemur hún í kjölfar þess að skortur hefur verið á blómkáli á markaði.

Í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að rannsókn Ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi leitt í ljós skort á vörunni á markaði og því sé heimilt samkvæmt búvörulögum að lækka tollana.