Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kynntu rannsóknir á lífríki og auðgun Selár
Fréttir 27. september 2019

Kynntu rannsóknir á lífríki og auðgun Selár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðifélagið Strengur ehf. stefnir að því að auðga líf­massa Selár í Vopnafirði með gróðursetningu trjágróðurs meðfram ánni og hrogna­greftri. Auk þess fjármagnar félagið samstarfsverkefni milli Hafrannsóknastofnunar og Imperial Colleges í London þar sem lagt verður fé í að rannsaka lífríki áa á Norðausturlandi.

Á kynningarfundi sem Veiði­félagið Strengur stóð fyrir í veiðihúsi félagsins við Selá í Vopnafirði kom fram að til stendur að auka rannsóknir á lífríki árinnar á næstu árum. Á fundinum voru meðal annarra Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri veiðifélagsins Strengs, dr. Peter S. Williams, tæknistjóri INEOS Group, Else Möller, skógfræðingur Vopnafjarðar­hrepps, Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri deildar ferskvatns­fiska hjá Hafrannsókna­stofnun, og Þór Steinarsson, sveitar­stjóri Vopnafjarðarhrepps.

Breski auðmaðurinn Sir Jim Ratcliffe hefur á undanförnum árum keypt fjölda jarða á Norðausturlandi og í Vopnafirði í gegnum Veiði­félagið Streng ehf. Tilgangur kaup­anna, að sögn Ratcliffe, er að eignast laxveiðiréttindi áa sem fylgja jörðunum og verndun villtra laxastofna í þeim.

Richard Longden, samskiptastjóri INEOS Group, Bill Reid, viðskiptastjóri INEOS Group, Michael Murphy, varaforseti Imperial College London, Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri deildar ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, dr. Rasmus Lauridsen, yfirmaður fiskveiðirannsókna hjá náttúruverndar­samtökunum Game & Wildlife Conservation Trust, Else Möller, skógfræðingur og verkefnastjóri á skógræktarsviði Vopnafjarðarhrepps, Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs, dr. Peter Williams tæknistjóri INEOS Group, og Olivia Morris, doktorsnemi við Imperial College London. 

Á fundinum kom fram að Ratcliffe er mikill áhugamaður um verndun Norður-Atlantshafs­laxins og að hann vilji leggja sitt fram til verndunar hans. Verndar­áætlun áa á Norðausturlandi byggir á áratugalangri sögu verndarstarfs og þeim áherslum sem Strengur hefur unnið eftir. Samkvæmt því sem kom fram er stofni Norður-Atlantshafslaxins ógnað og hefur tegundinni hnignað hvarvetna á norður­hveli undanfarna áratugi. Í verndaráætluninni er áhersla lögð á varðveislu lands og vistkerfis áa á Norðausturlandi og að við­halda uppeldisstöðvum Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu.

Samstarf Hafró og Imperial College

Peter S. Williams, tæknistjóri INEOS Group, fór yfir hvernig samstarfi Imperial College London og Hafrannsóknastofnunar er háttað og greindi frá mark­miðum rannsóknanna og hvernig þeim verður háttað. Að rannsóknunum koma tveir doktorsnemar, annar með aðsetur á Íslandi og hinn hjá Imperial College London. Heildarfjárfesting rannsóknar­áætlunarinnar er um 85 milljónir króna á næstu þrem til fjórum árum.

Segulmögnunarhlið

Samstarfsverkefni milli Haf­rannsókna­stofnunar og Imperial Colleges felst meðal annars í að merkja seiði í ánni og í útgöngu og setja upp segulmögnunarhlið sem fylgist með gangi laxins í ánni, við útgöngu hans og þegar hann snýr aftur í árnar. Fyrstu hliðin verða sett niður 1. október næstkomandi og þegar er búið að merkja einhverjar þúsundir seiða.

Annað verkefni sem Strengur ehf. hefur staðið fyrir í nokkur ár í samstarfi við Hafrannsókna­stofnun er hrognagröftur í ám á Norðausturlandi og mun það verkefni halda áfram.

Hrognagröftur

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, lýsti því á fundinum hvernig efla megi ár með hrognagrefti og hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar áður en kemur að hrognagrefti.

Tilgangurinn að auðga lífríkið

Á fundinum kom fram að Else Möller, skógfræðingur hjá Vopnafjarðar­hreppi, hefur verið ráðin í verkefni hjá Streng ehf. til að kanna kosti þess að græða land og planta trjám meðfram Selá og hliðarám sem að henni renna.

Else Möller skógfræðingur að setja niður plöntur. 

„Tilgangur verkefnisins er að athuga hvort hægt sé að auðga lífríkið í ánni með því að auka gróðurfarið við bakka hennar og nokkurra hliðaráa. Verkefnið felst ekki í að græða upp samfelldan skóg því hugmyndin er að rækta upp þyrpingar af gróðri í mismunandi stærðum og eitthvað af runnum á bökkum ánna. Með þessu er ætlunin að styrkja og athuga hvort aukinn gróður og skordýralíf efli fæðuframboð og lífríki Selár.“

Else segir að um langtímaverkefni sé að ræða. „Verkefnið er enn í mótun. Í sumar var plantað út 800 plöntum, birki, lerki, gul- og loðvíði á tíu mismunandi stöðum hvað varðar hæð frá sjávarmáli meðfram efri hluta Selár og hliðarám hennar. Tilgangur útplöntunarinnar í sumar er meðal annars að sjá hversu hátt yfir sjávarmáli lerki getur vaxið og hversu vel birki dafnar á svæðinu.“

Ekki verið gert áður

Gísli Ásgeirsson hjá Veiðiklúbbnum Streng ehf. segir að útplöntunin sé ekki skógræktarverkefni í hefð­bundnum skilningi heldur felist það í að planta út trjáplöntum meðfram Selá og hliðarám hennar og efla lífmassa og frjóvga ána með laufi og skordýrum.

Veiðiklúbburinn Strengur ehf. fjármagnar verkefnið sem er enn á byrjunarstigi og segir Gísli að um sé að ræða einhverjar milljónir króna sem lagðar verði í það á hverju ári næstu árin.

„Verkefni af þessu tagi hefur ekki verið prófað hér á landi áður þannig að við rennum blint í sjóinn með það og því fer fjármögnunin eftir framvindu þess.“

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...