Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krefjast þess að landnýtingarþáttur gæðastýringar verði lagður niður
Fréttir 14. nóvember 2019

Krefjast þess að landnýtingarþáttur gæðastýringar verði lagður niður

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í tölvupósti sem Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sendu Skúla Eggertssyni ríkisendurskoðanda  28. ágúst síðastliðinn er ábending til embættisins um að vafi leiki á að framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt standist lög og lögmæta stjórnsýsluhætti.

Í tölvupóstinum segir m.a. að sterkar líkur séu til að nokkur atriði er varðar framkvæmd reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu séu ekki í samræmi við gildandi lög, reglugerðir eða góða stjórnsýsluhætti. Reglugerðirnar sem vísað er til í þessu sambandi eru: 1160/2013, 536/2015, 1166/2017, 511/2018.

Þingsályktunartillaga um málið

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga sem Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mælti fyrir um endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt. Þar segir m.a.:

„Alþingi ályktar að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að endurskoða ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt, með það að markmiði að landnýtingarþáttur hennar samræmist lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Ráðherrarnir setji nýjar reglur um viðmiðunarmörk fyrir ástand heimalanda, upprekstrarheimalanda og beitilanda á afrétti, sem byggist á ráðgjöf Landgræðslunnar um slík viðmið og tryggi að greiðslur verði ekki inntar af hendi til þeirra framleiðenda sem liggur fyrir að nái ekki núgildandi viðmiðum. Við þá vinnu verði jafnframt tryggt að núgildandi landbótaáætlanir samkvæmt reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu verði felldar úr gildi og landnotendum gert að gera nýjar landbótaáætlanir sem standist lög og ný viðmið. Endurskoðun verði lokið og ný viðmið sett fyrir 1. janúar 2020.“

Í samræmi við lög segja sauðfjárbændur

Landssamtök sauðfjárbænda hafna því að landnýtingarþáttur gæðastýringar (LGS) í sauðfjárrækt samræmist ekki lögum og góðum stjórnsýsluháttum eins og kemur fram í þingsályktuninni.
Í greinagerð frumvarpsins segir:

„Talið er að 10–20% fjárstofnsins gangi af þeim sökum á svæðum þar sem ástand og eðli vistkerfa standast ekki viðmið sem sett eru í tengslum við framkvæmd núverandi búvörulaga. Þeir sem eiga þessa gripi hafa því fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki nauðsynleg skilyrði samkvæmt ákvæðum laga þar um.“

Þessu hafna Landssamtök sauðfjárbænda og segja m.a. í umsögn um tillöguna:

„Þeir aðilar sem nýta land sem ekki stenst viðmið hafa fullan rétt á að fá greiðslur í gegnum gæðastýringuna svo lengi sem þeirra landnýting er í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í landbótaáætlun. Þeir aðilar sem óskar eftir því að taka upp gæðastýrða framleiðslu senda umsókn þess efnis þar sem m.a. er tilgreint það land sem ætlað er til nýtingar. Meginreglan er sú að landnýting skal vera sjálfbær á öllu landi sem nýtt er til framleiðslunnar. Landgræðslan sem eftirlitsaðili leggur mat á það land sem óskað er eftir að framleiðslan sé stunduð á. Ef beitarlandið stenst viðmið um ástand er hægt að taka upp gæðastýrða framleiðslu.“

Krefjast afnáms landnýtingar­þáttar gæðastýringar

Í lokaorðum tölvupósts Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands er harðorð afstaða til málsins, en þar segir:

„Í ljósi þess sem hér hefur komið fram krefjast undirrituð samtök þess að landnýtingarþáttur gæðastýringarinnar verði felldur niður í núverandi mynd. Ennfremur, að réttmætum aðila (Landgræðslan, sbr. lög 155/2018) verði falið að semja nýjar reglur. Greiðslur samkvæmt gæðastýringarhluta samnings ríkis og bænda til þeirra framleiðenda sem ekki standast núverandi viðmið og munu ekki gera á samningstíma núverandi landbótaáætlana verður stöðvaðar. Slíkar greiðslur af almannafé standast ekki lög, reglur og kröfur um góða stjórnsýsluhætti.“ 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...