Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Fréttir 5. maí 2015

Kjarnafæði óskar eftir að kaupa öll hlutabéf í Norðlenska

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta eru bara þreifingar enn sem komið er,“ segir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, en fyrirtækið hefur sent Búsæld, eigendafélagi Norðlenska erindi þess efnis að það vilji kaupa öll hlutabréf í félaginu.
 
Gunnlaugur segir að ósk um kaup á hlutabéfum hafi verið sent til Búsældar, en af og til á undanförnum árum hafi sameining á þessum félögum verið til skoðunar þó enn hafi það ekki gengið eftir. „Staðan innan greinarinnar er erfið, líkt og oft áður.  Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að verði að skoða af alvöru,“ segir hann.  Í þeirri stöðu sem uppi er innan kjötvinnslunnar beri fyrst að sækja í hagræði innan greinarinnar, svo efla megi hana og styrkja til sóknar.  Hvort af sameiningu fyrirtækjanna tveggja verði segir Gunnlaugur ekki vitað á þessari stundu.
 
Hluthafar í Norðlenska eru ríflega 520 talsins og eiga með sér eignarhaldsfélagið Búsæld, einkum er um að ræða bændur, kjötframleiðendur í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. 

Skylt efni: Kjarnafæði | Norðlenska

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...