Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kínverskir smábændur eru verst settir
Fréttir 24. mars 2020

Kínverskir smábændur eru verst settir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar afrísku svína­flens­unnar, sem farið hefur eins og eldur í sinu um heiminn á síðustu árum, eru meðal annars þær að yfir fjórðungi eldissvína í heiminum hefur verið lógað. Aðgerðirnar voru umfangsmestar í Kína og misstu flestir kínverskir smábændur allan bústofninn.

Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hafa stjórnvöld í Kína ekki veitt bændunum fjárhagslega aðstoð í kjölfar afkomumissisins og margir smábænda því fjárhagslega mjög illa staddir.

Í kjölfar svínaflensunnar sem fyrst varð vart í Kína í ágúst 2018 og aðgerða af hennar völdum í landinu og skorts á svínakjöti hefur kjötið hækkað mikið í verði og mörg stærri bú hagnast vel á meðan smábændur sitja eftir með tóma budduna.

Smábú leggjast af

Talið er að um 40 milljón smábændur í Kína sem lögðu stund á svínaeldi hafi misst bústofn sinn í aðgerðum stjórnvalda til að ráða niðurlögum svínaflensunnar. Tjón bændanna er svo mikið að hugsanlegt er talið að hefðbundinn smábúskapur í Kína muni leggjast af og einungis iðnaðarbú standa eftir. Í könnun meðal 1500 kínverskra bænda sem lögðu stund á svínaeldi áður en svínaflensan náði fótfestu í Kína segjast 55% ekki ætla að stunda svínabúskap í framtíðinni og einungis 18% sögðust ætla að reyna að byggja upp bústofn að nýju.

Efla iðnaðarbú

Vegna hækkana á verði svínakjöts í minnkandi framboði hækkaði verðið hratt og hafa mörg stærri bú sem ekki urðu jafn illa úti vegna aðgerða stjórnvalda verið að skila methagnaði. Ein ástæða þessa er sögð vera stefna stjórnvalda að auka tæknivæddan búskap og draga úr fjölda smábúa.

Árið 1990 framleiddu smábú um 80% af öllu svínakjöti í landinu en stefna stjórnvalda er að árið 2025 muni yfir 65% af svínakjötsframleiðslu í landinu koma frá tæknivæddum iðnaðarbúum.

Þeir sem gagnrýna þessa öru stækkun og iðnvæðingu svínakjötsframleiðslu í Kína og annars staðar í heiminum segja hana auka líkur á útbreiðslu búfjarsjúkdóma og afleiðingum þeirra.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...