Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Jötunn vélar gjaldþrota

Höfundur: smh

Jötunn vélar hafa lýst sig gjaldþrota og hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Suðurlands um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samdráttur á vélamarkaðnum í fyrra hafi verið mjög snarpur, eða um 30 prósent. Hann hafi komið mjög illa niður á rekstri þess og því hafi mikill taprekstur verið á síðasta ári.

Jötunn Vélar ehf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki í landbúnaði á Íslandi, stofnað árið 2004 og hefur sérhæft sig í sölu véla og búnaðar tengdum landbúnaði og verktökum.

Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna árið 2019 og voru starfsmenn um 35 talsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi en er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum. Flestir störfuðu á Selfossi, eða 27. Þá voru fimm starfsmenn á Akureyri og þrír á Egilsstöðum.

Mikill samdráttur á vélamarkaðnum

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf., sem jafnframt er stofnandi og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir í tilkynningunni að skýringu gjaldþrotabeiðninnar vera mikinn taprekstur á síðasta ári en þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu Jötunn véla ehf. sem afkoman er neikvæð, en hagnaður var á rekstrinum 2018.

„Samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi í fyrra var snarpur og nam um 30% sem kom mjög illa við okkar rekstur. Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins hér á landi á sínum tíma og þoldi því ekki verulegt tap af rekstri sem við bættist í fyrra,“ segir Finnbogi.

Skylt efni: Jötunn vélar

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...