Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Mynd / Odd Mehus
Fréttir 28. nóvember 2018

Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen er heimsmeistari í ostagerð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana á dögunum þar sem besti ostur í heimi var valinn í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi. Bresku samtökin Guild of Fine Food halda heimsmeistaramótið í ostum ár hvert en að þessu sinni var það ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen sem fór með sigur af hólmi eftir að tæplega 3.500 ostar alls staðar að úr heiminum höfðu verið skoðaðir, lyktað af og bragðaðir af hópi sérvalinna dómara.
 
Það var gouda ostur frá Krokeide í Bergen, sem kallast Fanaost, sem vann heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. Nálægt 3.500 ostar kepptu um titilinn frá 41 landi, þar af voru 175 frá norskum framleiðendum. Í undanúrslitum stóð valið á milli 16 osta og sigraði ostaframleiðandinn Jørn Hafslund en hann fékk bronsverðlaun í fyrra í London í sömu keppni með sama ostinn. Enginn ostur frá Íslandi keppti á heimsmeistaramótinu. 
 
„Við horfum í áferð, útlit, lykt og bragð og ekki má vera minnsta frávik í áferðinni sem dæmi,“ sagði Olav Lie Nilsen, ostabóndi og hóteleigandi í Noregi, sem var einn af dómurum keppninnar. Með honum eru Sue Haddleton frá London og Tim Welsh, ostaframleiðandi frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Mynd / ehg
 
Bresku samtökin Guild of Fine Food standa fyrir heimsmeistaramótinu í ostum ár hvert og einnig matvælakeppninni Great Taste. Samtökin styðja við og kynna sérstaka matvælaframleiðendur, sveitaverslanir og matarhallir sem styðja við framleiðendur. Um 1.300 meðlimir eru í samtökunum sem halda heimsmeistaramótið í ostum árið 2019 í Bergamo á Ítalíu. Glæsilega og fagmannlega var staðið að heimsmeistaramótinu í Bergen í ár sem fékk mikla athygli og umfjöllun í erlendum fjölmiðlum.

5 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...