Mynd/smh Eymundur Magnússon og vörurnar frá Vallanesi verða á sínum stað.
Fréttir 14. desember 2018

Jólamarkaður í Hörpu um helgina

smh
Hinn árlegi jólamatarmarkaður í Hörpu verður um næstu helgi, 15.–16. desember. Opið verður frá 11 til 17 báða daga. 
 
Jólamarkaðurinn hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda skapast þar einstök stemning. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því á markaðnum verða flestir af helstu smáframleiðendum íslenskra matvæla. 
 
Þar geta gestir keypt í jólamatinn, allt frá aðventunasli til eftirrétta, en einnig matarhandverk í jólapakkana.  
 
Kombucha Iceland drykkir. Gerjað te sem inniheldur fjölbreytt úrval af heilsubætandi efnasamböndum. Drykkurinn er náttúrulega kolsýrður og er með bæði sætt og súrt bragð.