Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á geitfjársetri sínu þar sem hún rekur snotra verslun.
Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á geitfjársetri sínu þar sem hún rekur snotra verslun.
Mynd / smh
Fréttir 2. desember 2015

Jóhanna á Háafelli hyggur á ostaframleiðslu beint frá býli

Höfundur: smh
Á Háafelli í Hvítársíðu hefur verið unnið ómetanlegt starf síðustu tvo áratugina við verndun og ræktun á hinum einstaka íslenska geitfjárstofni og þar eru langflestir gripir landsins – í umsjá ábúendanna Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur og Þorbjörns Oddssonar.
 
Jóhanna er fædd á Háafelli og uppalin þar og var fyrst eingöngu með geitur sem gæludýr. Ræktun hófst hins vegar markvisst frá 1999, en helsta verkefnið hefur verið að draga úr skyldleikaræktun. Stofninn er enn í útrýmingarhættu og hefur alþjóðlega Slow Food-hreyfingin af þeim sökum tekið þetta merka geitfjárkyn undir sinn verndarvæng með því að skrá það í verkefni sem það hefur á sínum snærum og heitir Presidia. 
 
Eitt af því sem hefur verið nefnt sem liður í því að bæta stöðu geifjárræktar á Íslandi – og á endanum tryggja tilveru greinarinnar – er að styrkja grundvöllinn fyrir geitfjárafurðum sem markaðsvörum.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að tilraunum með geitfjárafurðir á Háafelli; mjólk, kjöt og ull – en að sögn Jóhönnu hafa þær tilraunir að mestu farið fram utan bús þar sem aðstaða þar hefur ekki verið ákjósanleg fram að þessu. 
 
„Þau á mjólkurbúinu á Erpsstöðum hafa búið til fyrir mig osta í nokkur ár. Annars vegar hef ég verið með geitafetaost, nokkrar tegundir af honum, og svo hvítmygluost sem er kallaður Geitagalti. Svo hefur Sigurður í Kjötpól unnið fyrir mig geitapylsur í nokkur ár. Ostinn fæ ég svo heim til mín og legg í kryddlög sem er heimagerður – að mestu úr ýmsum jurtum úr garðinum mínum eins og rósum,“ en garður Jóhönnu er stór og þar er hátt í tvö hundruð tegundir af rósum að finna. 
 
„Fetaosturinn hefur verið til í nokkrum útgáfum; alveg hreinn og svo fimm tegundum af kryddlegi; til dæmist piparmyntu og lavender, rósalaufum og rósapipar. Ég mjólka núna um 30 geitur – þegar mjólkað er bara annað málið.  Það eru svona 12 lítrar á dag. Það er mun meiri mjólk þegar mjólkað er bæði málin.
 
Stefnan er að við getum næsta vor farið að mjólka allt, því við erum nýkomin með leyfi til að byggja hjá okkur ostagerð – og við erum afskaplega ánægð með það. Þegar hún verður tilbúin, vonandi þegar sumar nálgast á næsta ári, þá getum við farið að gera sjálf okkar osta og þá verður líka svigrúm fyrir meiri tilraunastarfsemi. Mig langar til dæmis afskaplega mikið til að gera jógúrt, því hún er algjört sælgæti. Einnig sé ég fyrir mér að við getum verið með fjölbreyttari osta og ferskosta ýmiss konar.
 
Það er unnið að burðarþolsteikningum um þessar mundir og vonandi verður hægt að grafa fljótlega fyrir grunni. Þetta er auðvitað dýrt og kostnaðurinn setur auðvitað strik í reikninginn um það hvað tekst að vinna þetta hratt.“ 
 
Líka með krem og sápur
 
Jóhanna segir að vörurnar hennar séu vinsælar og því eigi þessi grein heilmikið inni á íslenskum markaði.
„Ég er með krem og sápur sem eru alltaf sérstaklega vinsælar. Svo verð ég að segja að pylsurnar njóta mikilla vinsælda líka, en það eru eins konar snakkpylsur. Í þeim er bara hreint geitakjöt og engin aukaefni. Ég hef mest selt þetta heima og heiman frá – þá í gegnum netið. Svo hef ég látið sjá mig mikið á mörkuðum, til dæmis ljúfmetismarkaði Búrsins sem er haldinn nokkrum sinnum á ári.“
 
Geiturnar vinsælar
 
„Við fáum mikið af heimsóknum til geitanna, erum með fastan opnunartíma yfir sumarið og svo opið eftir samkomulagi yfir vetrartímann, við reynum að fræða fólk um geiturnar og erum líka með gestamóttöku og verslun.
 
Dóttir mín og tengdasonur búa hér hjá okkur og stefnum við að því að vera með opna daga og einhverjar uppákomur tengt jólunum,“ segir Jóhanna og bætir við að hún, eins og margir aðrir, finni fyrir auknum fjölda erlendra ferðamanna.
 
Jóhanna segir að útlitið fyrir geitfjárrækt á Íslandi sé mun betra í dag en fyrir fáeinum árum. „Við njótum betri stuðnings eftir að ráðherra beitti sér fyrir því að það yrði greitt með öllum skýrslufærðum geitum, í stað þess að styðja einungis við 20 að hámarki. Svo eigum við von á því þegar nýr búvörusamningur verður gerður að geitfjárræktin verði tekin með inn í dæmið og styrkt með beingreiðslum til jafns við sauðfjárræktina.“ 

7 myndir:

Skylt efni: geitur | geitaafurðir | Háafell

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...