Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör
Mynd / Bbl
Fréttir 10. ágúst 2020

Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör

Höfundur: smh

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á vef samtakanna þar sem settar eru fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síðasta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hefur almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent.

Miðað kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótargreiðslur sem skiluðu sér síðar úr sláturtíðinni á síðasta ári.  Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí.

Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda

Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjárbændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjárbændur fá næst lægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, eða 1.035 krónur á kílóið.

Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn viðskipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verðlíkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smásöluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45-50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...