Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016
Mynd / BBL
Fréttir 8. mars 2017

Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016

Höfundur: EB / HKr.
Innflutningur á kjöti af nautgripum, svínum og alifuglum (kalkúnum og kjúklingum) árið 2016 nam samtals 2.931 tonni. Jókst innflutningurinn um 12,9% frá 2015 þegar hann nam 2.597 tonnum.
 
Enn fremur voru flutt inn 287 tonn af unnum kjötvörum sem að uppistöðu er kjöt af fyrrnefndum tegundum. Þar varð lítils háttar samdráttur frá fyrra ári þegar innflutningur nam 305 tonnum.
 
Innflutt kjöt er að stærstum hluta beinlaust, þ.e. úrbeinað kjöt. Til að umreikna það til jafngildis við sölu á kjöti í heilum skrokkum hefur innflutningur verið umreiknaður í skrokka og er reiknað með að nýtingarhlutfall kjöts sé um 60% af skrokki.  
 
Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessu nemur hlutdeild innflutts kjöts í heildarmarkaði 21% árið 2016. Þar við bætast svo unnar kjötvörurnar. Heildar kjötmarkaðurinn á árinu 2016 skiptist eins og sjá má í meðfylgjandi töflu á eftirfarandi hátt niður á kjöttegundir. 
 
 
Útflutningur til margra landa
 
Alls voru flutt út 2.781,6 tonn af lambakjöti að verðmæti 1.826 milljónir króna. Meðalverðmæti fob nam 656 kr/kg. Útflutningur í magni er mestur til Bretlands en þangað fóru 810 tonn en um 80% af því eru fryst úrbeinuð lambaslög. 
 
Til Noregs fóru 550 tonn, að stærstum hluta fryst lambakjöt í heilum skrokkum. Þriðja stærsta viðskiptalandið eru Færeyjar með 322 tonn. Í 4.–6 sæti. eru Spánn, Rússland og Bandaríkin í þessari röð. Af afurðum er útflutningur mestur á frystum úrbeinuðum slögum 27% og lambakjöt í heilum skrokkum, nýtt og fryst 28%.
 
Hrossakjöt var flutt út til 7 landa, alls 272 tonn að verðmæti 92 millj. kr. Útflutningur á skyri nam 1.261 tonni að verðmæti 491 m.kr. Um 450 tonn fóru til Sviss og 322 tonn til Bandaríkjanna.
 
Æðardúnn var fluttur út til 9 landa. Mikilvægasta landið er Japan en þangað fór 63% af framleiðslunni. Heildarútflutningur nam 3.382 kg að verðmæti 694 m.kr., eða rösklega 205.000 kr/kg. Þá nam útflutningsverðmæti minkaskinna 746 milljónum króna. 

Skylt efni: kjötinnflutningur

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...