Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Fréttir 7. apríl 2017

Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði. Ljóst er að hér á landi eru vandamál sem fylgja lyfjaónæmi mjög lítil miðað við það sem víða gerist, ekki síst í suður Evrópu. Mikilvægt er að þessi umræða byggi á rannsóknum og upplýsingum eins og þær geta bestar orðið.

Óvíða er jafn stórt hlutfall samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landisins.

Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans mun halda erindi sem nefnist: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ á fundi sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13, á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er með erindi sem nefnist: „Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja.“

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson fyrrverandi alþingismaður.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...