Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Innflutningi fylgir áhætta
Fréttir 9. janúar 2020

Innflutningi fylgir áhætta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með síðustu áramótum er ekki lengur gerð krafa um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Þess í stað þurfa innflytjendur að sýna fram á vottorð sem sýna að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter.

Auk þess er krafist viðbótar­trygginga með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklinga­kjöti og kalkúnakjöti og þeim þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.

Evrópska eftirlitskerfið margsinnis brugðist

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segir að nú verði Íslendingar að treysta á evrópska eftirlitskerfið og að dæmi sýni að það virki ekki alltaf.

„Dæmi um þetta eru eggja­skandallinn í Hollandi fyrir fáum árum, auk stóra kjötmálsins þar sem mikið magn af hrossakjöti var selt til Evrópu sem nautakjöt.

Á hverju ári kemur fram fjöldi minni mála sem tengjast matvælasvindli og þar sem eftirlitskerfið sem við eigum nú að reiða okkur á hefur brugðist.“

Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Viðbótartryggingin sem er hluti af regluverkinu sem varðar innflutninginn er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda og meðal annars ætlað að efla matvælaöryggi og tryggja vernd búfjárstofna í landinu.

„Vissulega er áætlunin til bóta en hún er engan veginn fullnægjandi og því verið að taka talsverða áhættu með innflutningi á kjöti án frystiskyldu.“
 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...