Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Fréttir 26. mars 2019

Hvítar ólífur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur.

Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar.

Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar.

Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta.

Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir.

Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja-Sjálandi. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...