Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Marie Therese Heldal Haukeland, framkvæmdastjóri Heldal Eiendom, sést hér ásamt samstarfsmönnum sínum á þaki Slettebakken-blokkarinnar þar sem sólarsellur munu árlega framleiða um 42.000 kílóvött, sem samsvarar framleiðslu fyrir tvær einstaklingsíbúðir á
Marie Therese Heldal Haukeland, framkvæmdastjóri Heldal Eiendom, sést hér ásamt samstarfsmönnum sínum á þaki Slettebakken-blokkarinnar þar sem sólarsellur munu árlega framleiða um 42.000 kílóvött, sem samsvarar framleiðslu fyrir tvær einstaklingsíbúðir á
Fréttir 12. júní 2019

Hús í plús

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Norska byggingarfélagið Heldal Eiendom fer nýstárlegar og umhverfisvænar leiðir í nýjasta verkefni sínu þar sem 38 íbúða blokk sem þeir byggja á Slette­bakken í Bergen verður að miklu leyti þakin sólarsellum til að sjá íbúum hennar fyrir rafmagni. Fyrirtækið er fyrsti einkaaðili í Noregi sem fer þessa leið. 
 
Á framhlið og þaki Slettebakken-blokkarinnar verða 328 fermetrar þaktir með sólarsellum sem framleiða eiga um 55.000 kílóvött á ári. Byggingin, sem í fyrstu, átti að verða ósköp venjuleg íbúðablokk, er nú orðin hátæknibygging.
 
„Þetta eru 38 íbúðir og aðeins ein þeirra er óseld og það áður en íbúðirnar eru tilbúnar. Salan hefur gengið mjög vel en við seldum 20 íbúðir áður en við tókum þá ákvörðun að taka inn sólarsellurnar svo það eru ekki viðskiptavinirnir sem greiða þann aukakostnað. Þetta verkefni hefur vakið gríðarmikla athygli og við vonum svo sannarlega að fleiri í okkar bransa muni fara að okkar fordæmi,“ segir Marie Therese Heldal Haukeland, framkvæmdastjóri Heldal Eiendom. 
 
Framleiða hleðslu fyrir rafmagnsbíla
 
„Ég sat í sófanum einn sunnudag í janúar á síðasta ári og í fréttum í sjónvarpinu rúllaði frétt um að framleiddar væru sólarsellur í Årdal hér í Noregi og þá fór hugurinn á fullt hjá mér. Mín fyrsta hugsun var; „já, hvað ef við gætum notað þetta kerfi á byggingunum okkar og þá með sellum sem eru ekki framleiddar með „óhreinni“ orku. Ég fór því á netið og byrjaði að leita og fann fljótt út úr því að við þyrftum að hafa í liði með okkur ábyrgðarfulla aðila,“ útskýrir Marie Therese og segir jafnframt:
 
„Þegar ég tala um ábyrgðarfulla aðila þá líki ég sölu á sólarsellum saman við það sem gerðist með varmapumpur hér þar sem margir óábyrgir aðilar fóru inn á þann markað. Við erum lítið fyrirtæki, í raun bara tvær manneskjur, og erum háð því að fá í lið með okkur samstarfsaðila sem verða einnig til staðar á morgun og sem geta komið inn með góða þekkingu, verið nýskapandi og staðið fyrir þeirri vinnu sem þeir framkvæma. Eftir marga fundi með raforkufyrirtækinu BKK þá komumst við að þeirri niðurstöðu að fjárhagslega væri þetta mögulegt og réttlætanlegt og að þetta myndi framleiða nógu mikið rafmagn til að nýtast fyrir sameiginlega rafmagnsnotkun íbúa. Það er að segja til að hlaða rafmagnsbíla, sameiginlegt kæliherbergi fyrir geymslu á matvörum, lyftu og fyrir sameiginlega lýsingu.“
 
Blokkin við Slettebakken í Bergen er einstök bygging þar sem sólarsellur á þaki og framhlið hennar munu framleiða rafmagn til meðal annars að hlaða rafmagnsbíla og sameiginlegt kæliherbergi fyrir íbúa.
 
Umhverfisvæn bygging
 
Íbúar blokkarinnar í Slettebakken geta því vænst þess að rafmagnsreikningar þess verði töluvert lægri en í sambærilegum byggingum. 
 
„Það eru gríðarlega mikil tækifæri í geislum sólarinnar en á aðeins 40 mínútum gefur sólin nógu mikla orku til að anna orkuþörf jarðarinnar á einu ári. Við heildarframleiðslu í klukkutíma með sólarsellum á þakinu á blokkinni í Slettebakken verður hægt að hlaða 17 rafmagnsbíla. Á þakinu er áætluð ársframleiðsla um 42.000 kílóvött sem samsvarar framleiðslu fyrir tvær einstaklingsíbúðir á ári. Upphitun í blokkinni verður í gegnum fjarhita frá sorpbrennslustöðinni í Rådal. Við höfum einnig þann möguleika að í framtíðinni verði hægt að setja upp rafhlöðupakka. Með þessu verkefni viljum við hugsa út fyrir rammann og ekki hvað síst um umhverfið,“ segir Marie Therese og bætir við:
 
„Við erum farin af stað með næsta verkefni og þar tökum við að sjálfsögðu inn sólarsellur. Við höfum trú á að eftir nokkur ár verði gerð krafa um eiginframleiðslu á orku í nýbyggingum og þá komumst við nær því að byggja hús í plús.“
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...