Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Fréttir 2. janúar 2020

Hríshólslamb númer 31 stigahæst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vel var mætt að vanda á hrútafund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum. Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fór yfir hrútakost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar.

BSE veitti viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust af ráðunautum RML.

Þar stóð efstur, lamb nr. 32 á Hríshóli 2 með 89 stig sem Guðmundur S. Óskarsson og Helga Berglind Hreinsdóttir, bændur þar, eiga. Hann er undan Simba 18-779 sem er undan Tvistssyni. Á bakvið hann eru margir þekktir sæðishrútar eins og Saumur, Gosi auk Bergsstaðahrútanna Gaurs og Grámanns. Lambið var 63 kg, vöðvi 39, fita 3,9 lögun 5, leggur 110. Stigin við dóm : 8-8,5-9,5-10-9,5-18,5-8-8-9 = 89.

Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur með 88,5 stig, undan Þræl 16-358 sem er heimahrútur, með ættir að mestu frá Auðnum og nágrannabæjum í Öxnadal. Bakvöðvi lambsins var 40 mm, sem var sá þykkasti sem mældur var hér í haust, ásamt lambi frá Kristnesi. Þyngd 56 kg. fita 3,5 lögun 5, leggur 114 og stig: 8-9-9-10-9-18,5-8-8-9 = 88,5.

Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli í eigu Ingva Guðmunds­sonar og var hann einnig með 88,5 stig. Hrúturinn er undan Ragga 18-774 Guttasyni frá Þóroddsstöðum og Þoku 13-030 sem er undan Grámanni frá Bergsstöðum. Þyngd 50 kg, vöðvi 38, fita 2,5 lögun 5, leggur 110. Stig hans eru 8-8,5-9,5-10-9-18,5-8-8-9=88,5.

Átta aðrir hrútar voru með 88,5 stig en raðast neðar samkvæmt viðmiðunarreglum RML.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...