Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrísgrjón til Kína
Fréttir 11. ágúst 2017

Hrísgrjón til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Kínverjar ætla því að flytja inn talsvert magn af hrísgrjónum frá Bandríkjunum.

Í fyrsta sinn sem Kína kaupir af Bandaríkjamönnum

Fyrir skömmu gerðu Kína og Banda­ríkin með sér viðskiptasamning sem gerir ráð fyrir innflutningi á miklu magn af hrísgrjónum til Kína frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Kína kaupir hrísgrjón þaðan. Samningaviðræður um kaupin hafa staðið í meira en áratug.

Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði tuttugu sinnum meira af hrísgrjónum en Bandaríkin þá eru þeir einnig talsvert fleiri og neyta mun meira af hrísgrjónum á mann en Bandaríkjamenn. Undanfarin ár hafa Kínverjar flutt inn um fimm milljón tonn af hrísgrjónum fyrir ríflega miljarð Bandaríkjadala, rúmlega 105 miljarða íslenskra króna, á ári og er því eftir talsverðum viðskiptum að slægjast.

Gríðarlegt magn

Árlegur útflutningur Bandaríkjanna á hrísgrjónum er þrjú til fjögur milljón tonn. Það er því ljóst að Bandaríkin geta ekki fullnægt innflutningsþörf Kínverja jafnvel þótt þeir seldu hvert einasta grjón sem þeir framleiða til Kína.

Kínverjar munu því halda áfram að vera stórkaupandi og innflytjandi hrísgrjóna frá öðrum löndum þrátt fyrir samninginn við Bandaríkin. 

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...