Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heiti holdakálfanna að Stóra-Ármóti
Fréttir 28. ágúst 2019

Heiti holdakálfanna að Stóra-Ármóti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á öllum betri bæjum er til siðs að gefa gripunum nafn og það er einnig gert á ein­angrunarstöðinni að Stóra-Ármóti.

„Nautin sem fæddust í fyrsta hollinu heita Draumur, Bætir, Baldur, Vísir og Týr og á hvert nafn sína sögu. Týr heitir í höfuðið á ræktunarfélagi í Noregi og Vísir er komið af fósturvísi. Draumur er eini kálfurinn sem er óskyldur hinum og draumur okkar rættist þegar kom í ljós að hann var naut. Baldur heitir í höfuðið á mér og Baldri Helga Benjamínssyni sem er kynbótafræðingur og ráðgjafi við verkefnið en Bætir var eins konar uppbót þar sem við héldum fyrst að kýrin væri geld en kom svo með kálf.

Kvígurnar úr fyrsta hollinu heita flestar eftir dýralæknum og öðrum sem koma með einum eða öðrum hætti að verkefninu. Þær heita Steina, Sveina, Silla, Vísa, Birna, Fóstra og Munda.“ 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...