Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum  á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 28. febrúar 2020

Heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuðir. Mjög góð þátttaka var á fundinum og þar kom meðal annars fram að heildarveiði á grásleppu í heiminum árið 2019 rúmar 21 þúsund tunnur.

Útflutningsverðmæti á grásleppu­­afurðum árið 2019 frá Íslandi nam 2,8 milljörðum króna. Hlutur Íslands í heildarveiði á grásleppu í heiminum var 46,6%.

Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru frá Íslandi á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum á síðasta ári. Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin, rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.

Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að almennt hefi veiðarnar gengið vel hér við land, Grænlandi og Noregi. Þótt lítils háttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður. 

Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna:

Ísland 9.433 tunnur
Grænland 8.432 tunnur
Noregur 1.965 tunnur
Nýfundnaland 461 tunna
Danmörk og Svíþjóð 1.000 tunnur

Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.

Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppu­hrogn koma og eru þau þá sett á mat­seðla sem sérstakur réttur.  

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...