Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildarsala á kjöti dregst saman
Fréttir 3. júlí 2020

Heildarsala á kjöti dregst saman

Höfundur: Hörður Kristjánssom

Sala á íslensku kjöti dróst saman um 7,5% í maí en þá voru seld rúmlega 2.176 tonn. Þá hefur verið samdráttur í heildarkjötsölu yfir heilt ár sem nemur 2,4%. Á sama tíma var aukning í sölu á kindakjöti.

Sala á alifuglakjöti er meiri en allt annað, en af því voru seld rúm 748,3 tonn í maí. Í öðru sæti var sala á svínakjöti sem nam tæplega  637,9 tonnum. Kindakjöt var í þriðja sæti en af því voru seld rúm 424,2 tonn.

Af nautgripakjöti voru svo seld tæp 347,4 tonn og tæp 18,3 tonn af hrossakjöti.
Samdráttur í kjötsölu en samt aukin kinda- og hrossakjötssala

Ef litið er á sölu yfir 12 mánaða tímabil lítur dæmið aðeins öðruvísi út. Þar kemur fram að 4,2% samdráttur hefur orðið í sölu  á alifuglakjöti, en seld voru tæp 9.390 tonn. Um 4,2% samdráttur í sölu á svínakjöti, en því seldust rúm 6.514 tonn. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti með heildarsölu upp á tæp 4.721 tonn. Um 1,6% aukning hefur hinsvegar orðið í sölu á kindakjöti og af því seldust tæp 7.060 tonn.

Einnig var 0,6% aukning í sölu á hrossakjöti, en af því seldust tæp 696 tonn. 

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...