Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar
Fréttir 23. mars 2020

Hampfélagið skorar á stjórnvöld að leyfa innflutning á hampfræjum án tafar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hampfélagið skorar á heilbrigðisráðherra að hafa stjórn á Lyfjastofnun sem hefur hreðjatak á leyfisveitingum fyrir innflutning á hampfræjum. Lyfjastofnun er að okkar mati að rangtúlka lög um ávana- og fíkniefni og notar þessi lög til þess að hindra innflutning á hampfræjum, þrátt fyrir að ekki sé hægt að framleiða ávana- og/eða fíkniefni úr iðnaðarhampi.

Matvælastofnun sem heyrir undir landbúnaðarráðherra, er sú stofnun sem hefur og á að hafa eftirlit með innflutningi sáðvöru og krefjast þeirra vottorða sem nauðsynleg eru til að tryggja öryggi hennar.

Hamfélagið skorar jafnframt á landbúnaðarráðherra að berja í borðið og stöðva þá hringavitleysu sem hefur verið í gangi síðan í haust, eftir að Lyfjastofnun ákvað að breyta túlkun sinni á téðum lögum, enda heyri þessi innflutningur undir hann og ráðherra ætti ekki að líða að völdin séu hrifsuð á þennan hátt úr hans höndum.

Iðnaðarhampur er planta sem hefur nánast óteljandi nýtingamöguleika, auk þess sem plantan kolefnisbindur 20x hraðar en tré og gefur Íslendingum færi á að verða sjálfbærari um hráefni í margskonar iðnað.

Það er á tímum sem þessum sem þörfin fyrir sjálfbærni er knýjandi fyrir hvert þjóðríki. Að banna innflutning á hampfræjum sem hafa verið innan styrkjakerfis Evrópusambandsins í tvo áratugi, er því óverjandi. Að auki gæti ræktun og framleiðsla á hampi dregist saman á heimsvísu, því erfitt er að starfrækja fyrirtæki á fullum afköstum þegar að Covid 19 vírusinn herjar á heimsbyggðina og innflutningur því orðið erfiðari.

Hampfélagið hvetur því stjórnvöld til að leyfa án tafar innflutning á hampfræjum svo bændur geti farið að undirbúa ræktun fyrir næsta sumar. Það tekur nokkrar vikur að flytja inn fræ sem þurfa að komast ofan í jörð í maí. Ef málið tefst mikið fram í apríl er sumarið í ár farið forgörðum sem annars hefði verið hægt að nýta í tilraunaræktun um land allt.

Virðingafyllst,
Fyrir hönd stjórnar Hampfélagsins,
Sigurður Hólmar Jóhannesson

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...