Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eitt barn af hverjum fimm í heiminum þjáist af næringarskorti.
Eitt barn af hverjum fimm í heiminum þjáist af næringarskorti.
Fréttir 22. júní 2020

Hætta á mesta fæðuskorti sem sést hefur í hálfa öld

Höfundur: Vilmundur Hansen

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að heimurinn standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti og líklega þeim mesta í hálfa öld og hvetur yfirvöld um allan heim til að grípa til aðgerða. Eitt barn af hverjum fimm í heiminum þjáist af næringarskorti.

Guterres segir að verði ekki gripið til aðgerða strax til að tryggja fæðuöryggi fátækasta fólksins í heiminum blasi við gríðarlegar hörmungar vegna næringarskorts og hungurdauða sem aðallega muni koma niður á milljónum barna og fullorðinna í fátækustu löndum heims. Ástæða þessa er að sögn aðalritarans afleiðingar COVID-19 sem enn hafi ekki að fullu komið í ljós.

Langvarandi næringarskortur og heilsuleysi

Víða um heim er í gildi útflutnings­bann og þjóðir að hamstra matvælum þrátt fyrir að uppskera sé almennt góð og nóg af mat sé til handa öllum.

Samkvæmt því sem aðalritarinn segir eiga yfir 50 milljón manns á hættu að festast í fátækragildru á þessu ári vegna COVID-19 og í framhaldinu hættu á langvarandi næringarskorti og heilsuleysi.

Sé litið til þess að í dag þjáist eitt barn af hverjum fimm í heiminum af næringarskorti er ástandið verulega óhugnanlegt.

Áætlun í þremur áföngum

Guterres hefur lagt fram áætlun í þremur áföngum sem vonast er til að geti dregið úr hörmungunum sem blasa við. Í fyrsta lagi verður að beina aðstoð að þeim svæðum sem verst eru stödd, í öðru lagi að auka félagslegt öryggi barna og tryggja að öll börn fái þá næringu sem þau þurfa á að halda og í þriðja lagi að byggja upp þau svæði sem verst eru stödd hvað varðar matvælaframleiðslu.

Öðruvísi vandi en áður

Maxumo Torera, aðalhag­fræð­ingur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir að álag á matvælaframleiðslu í heiminum sé gríðarlegt og meira en nokkurn tíma áður vegna COVID-19 og að faraldurinn hafi víða dregið úr getu fólks til að framleiða mat og koma honum á markað með þeim afleiðingum að uppskera liggur víða undir skemmdum. Auk þess sem vaxandi atvinnuleysi dregur úr kaupgetu fólks og verð á mat hefur hækkað undanfarið um allan heim. „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna en annar og öðruvísi en áður hefur verið.“

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...